Kílópóstur gærdagsins

Jamm, þá er 8 löngum og ströngum megrunarvikum lokið. (Reyndar ekki alveg en ég ætla að skrópa á morgun til að horfa á Eurovísjón) Heildartap eru 7.5 kíló og þar af tæplega 12 smjörlíkisstykki. Ekki hægt annað en kætast yfir því. Nú er bara að ná þeim ekki öllum aftur í sumar og halda áfram í haust.

Annars er bara mikið að gera. Nú er komið að prófum hjá mér og aumingjans nemendunum. Ég verð löt þar til það er yfirstaðið.