Long time no see

I’m back. Jáhá, það er orðið vafamál hvor okkar Eyglóar er latari bloggari. Ég hef svona kind of afsökun, hef verið busy as hell þar til fyrir svona viku eða svo. Nú mæti ég margefld. Einu áhyggjurnar mínar eru þær að sumarið verði svo tíðindalítið að skrifin falli um sjálf sig.
Ég hef að minnsta kosti eina skemmtisögu í bili. Þannig er mál með vexti að ég er komin með sams konar lista í gang eins og var í Friends hér um árið, það er, lista yfir þá sem ég má sofa hjá án þess að fá leyfi hjá mínum góða eiginmanni. Þar sem ég vil ekki lenda í sömu aðstöðu og Ross ætla ég að velja vandlega í hvert pláss og það eru, so far, komnir þrír á blað.
Efstur og aðal maðurinn er að sjálfsögðu George Michael. Hann er mín elsta ást. Mummi veit það og sættir sig við að hann geti aldrei slegið honum út. Svo George, ef þú lest þetta, líttu við og við ræðum málin!
Númer tvö (og kom sterkari inn í brúðkaupinu) er Friðrik Danaprins. Hann var draumaprins fyrir en er enn yndislegri núna, þegar ég veit að hann er svona mjúkur.
Þriðji og síðasti í bili er Colin Firth. Ég keypti einmitt Pride and Prejudice í Edinborg og er á leiðinni að fara að andvarpa yfir honum.
Ég er með tvö sæti á lausu og ætla að fara vel yfir málin áður en þau verða fyllt. Mér skilst á Mumma að hann vilji hafa eitthvað um þetta að segja, sem sagt engar gamlar æskuástir eða neitt þannig…