Ein 52 ára „hottie“

Kæru lesendur. Ég dreg ykkur ekki lengur á þessu. Sú síðasta á kvennalistanum mínum og jafnframt aldurforseti er Isabella Rosselini. Feta ég þar með í fótspor Ross (eða gæti mín einmitt á að gera ekki sömu mistök og hann). Það þarf varla að rökstyðja þetta val. Hún er einfaldlega þokkadís. Þá er listanum lokið. Þær sem sitja á varamannabekknum eru: Paprika Steen (sem fulltrúi danskra kvenna), Halle Berry og Cameron Diaz. Aldrei að vita nema það verði einhverri skipt út.
Styrktaraðilar síðunnar minnar, strákarnir í Sælkerabúðinni, vildu að ég nefndi kvöldmatinn sem au-pair systir mín framreiddi. Að þessu sinni varð fyrir valinu pestó-leginn lax, hann sveik ekki frekar en annað hjá þeim. Engvir feiltónar so far. Ég sá líka freistandi rétt fyrir morgundaginn, marineruð hörpuskel. Aldrei að vita nema maður skelli sér á.
Annars fer að koma blogghlé. Ég verð líklega mjög upptekin af því að sinna manni og fjölskyldu næstu daga, við förum svo á ríjúníon á miðvikudag, suður á fimmtudag (ég reyni nú kannski að blogga um ríjúnjonið á fimmtudag) og til Danaveldis á föstudag. Indælt þegar þetta er að bresta á.