Búin að endurheimta manninn

Ekki kannski úr helju en hann er búinn að vera ansi lengi í burtu, svona eins og 9 daga. Það eina góða við aðskilnað er að það er voða gott að hittast aftur. Að því leytinu til hefur maður voða gott af því.
Það styttist síðan óskaplega í Danmerkurferð, nánar tiltekið eru þrír dagar í hana. Þetta verður ansi magnað, en líður auðvitað hjá eins og skot.
Jæja, ég skrifa ekki meira í bili, ég er með góðan hjálparkokk núna, Úlfi liggur mikið á hjarta, ég hef ekki undan að stroka út bullið eftir hann.