Á vit ævintýranna

Jamm, þá er það Nýdönsk í kvöld, svo fremi sem það verður ekki aska yfir öllu Norðurlandi! Það má að minnsta kosti ekki tæpara standa, þar sem ég lendi klukkan sjö og tónleikarnir byrja hálf átta. Mig dreymdi þá í nótt, og nema hvað, til aðstoðar höfðu þeir Metallicu 🙂 Ég var smá stund að átta mig í morgun af hverju ég hefði ætlað í Metallicu bolnum mínum á tónleika… Þá hefði Mummi líka orðið spældur að senda mig eina á tónleika.

Annars er Sóley farin að sýna tilburði að bíta frá sér. Hún hefur aðeins gert þetta heima og við vorum að spá í hvaðan hún hefði þetta. Að sjálfsögðu datt okkur fyrst í hug sá eini sem er hjá Ráðhildi sem á eldri systkini. Þegar ég spurði Ráðhildi hvort Sóley gerði þetta hjá henni þá var það ekki, en sá grunaði hafði einmitt átt þetta til í nauðvörn. Svo kemur Mummi með þær fréttir í gær að hún hafi byrjað að bíta hjá Ráðhildi. Hún var sett út í skammarhorn og varð víst illa móðguð. En eitthvað hafði það að segja því að henni varð alltaf litið á Ráðhildi þegar hún var að spá í að bíta meira og hætti við!