Við fjölskyldan fórum í sund í gær, komumst ekkert á námskeiðið á laugardaginn af því að Sóley var með gubbupest. Það var hins vegar búið að lofa sundi og við það var staðið.
Nema hvað, Sóley var ógurlega fyndin þegar við komum upp úr. Hún áttaði sig nefnilega allt í einu á því að hún væri með geirvörtur. Horfði glöð á þær, studdi svo sitt hvorum vísifingri á þær. Þá spurði ég hvort hún væri með brjóst, hún játti því, heldur betur stolt í bragði. Ég ímynda mér að þetta sé svipað og þegar strákar fatta að þeir eru með typpi.
Annars er afmælisbarn dagsins Gulli frændi mér, nálgast nú óðum þrítugt. Gulli minn, ég er ekki með netfangið þitt, til hamingju með daginn!