Uhhmm

Needless to say, þá var Palli æðislegur. Í fantaformi og það gerði ekkert til þó þetta væri nánast copy/paste síðan í fyrra. Ég væri til í að hlusta á hann árlega. Hann tók mjög blönduð lög, mest af diskunum þeirra tveimur, tvö af „Palla“ og svo samtíning; Ást við fyrstu sýn, Yndislegt líf og síðast en ekki síst „Ást“ sem hún Ragnheiður Gröndal á mestan part í (með honum Magnúsi Þór). Palli lýsti yfir vonbrigðum sínum með að hafa ekki fengið að syngja þetta lag fyrstur manna inn á plötu. Það var ofboðslega vel flutt (þó ekki eins vel og frumútgáfan, sem er auðvitað sérdeilis vel gert) og tárin láku hjá mér. Kannski ekki bara vegna þess að Palli gerði þetta vel heldur líka með tilliti til kringumstæðna, ég heyrði þetta flutt í kirkjunni í vor, á jarðarför gamallar vinkonu.
Hann var með stúlknakór kirkjunnar í bakröddum í „Himnaganga“ og „A Spaceman came travelling“ og það var líka alveg frábært, sérstaklega í þessu síðarnefnda. Það var gæsahúð og tár og allur pakkinn. Algjört konfekt.