Brögðum beitt

Strumpan er farin að færa sig upp á skaftið og kann á mömmu gömlu. Þannig er, að hún er að verða býsna virk að fara á koppinn og láta vita í tíma. Í kvöld fór hún til dæmis langa og góða ferð á koppinn og var eðlilega stolt á eftir. Það þarf reyndar ekki að vera mikill afrakstur, það er fastur liður að segja kulle steppa – útleggist í þýðingu dugleg stelpa. Nema hvað, í kvöld hefur hún verið sérlega ósátt við að fara að sofa og ég leit á hana og þá tilkynnti hún að hún þyrfti nauðsynlega að kúka og pissa. Ég verð náttúrulega að standa mína pligt og fór með hana á koppinn. Daman kreisti fram fáeina dropa til að sýna fram á réttmæti kröfunnar en þetta lyktaði langar leiðir af undanbrögðum. Það er óþægilega mikið vit í kollinum.