Lokahóf

Þá er síðasti þátturinn af Krøniken búinn í bili og lokahóf í gær. Það hefði mátt vera við betri kringumstæður þar sem ég var enn og aftur með óvirka bragðlauka svo átveislan var til lítils. Bragðlaukarnir hafa verið að detta inn og út síðustu daga, og eru yfirleitt úti þegar mest liggur við.

Annars hefur helgin farið í alls slags jólastúss. Við fórum til dæmis að sjá jólasveinana á svölunum á laugardaginn. Fröken var heldur betur uppnumin. Ég gerði heiðarlega tilraun til að syngja og dansa með hana í fanginu og hún sneri höfðinu næstum af því hún var svo upptekin af því að horfa á jólasveinana. Í minningunni finnst mér eins og það hafi verið betri þátttaka í bænum hér í denn, ég sé fyrir mér óskaplegt mannhaf 🙂

Ég átti annars góða stund á fimmtudagskvöld, sat og horfði á Nýdönsk í boði tonlist.is. Sweet! Ég hef örugglega verið skemmtilegur selskapur, sat með heyrnartól og skellti upp úr. Fer ekki ofan af því að þeir gætu reynt fyrir sér í uppistandi, amk þeir Jón og Björn. Mér fannst þetta í raun ekkert síðra en sinfóníutónleikarnir, svona lágstemmdara.