Jóladiskurinn minn

Fékk allt í einu þessa snilldarhugmynd að bloggi, að deila hvaða 10 lög ég myndi setja á ómissandi jóladiskinn minn. Og snilldin og það erfiða í þessu er, að takmarka sig við 10. Hann er náttúrulega allt í senn frumlegur og klénn, hátíðlegur og kátur. So here goes;
1) Náin kynni (Vitavon) með Pálma Gunnars. Það frumlegasta sem ég set á listann. Ég man ekki einu sinni hvernig það hljómar í augnablikinu svo ég get lítið sett inn til hjálpar þeim sem ekki vita hvaða lag þetta er, en þetta var á plötunni 11 jólalög og rifjaðist upp fyrir mér hvað það er æðislegt þegar ég heyrði það í útvarpinu núna fyrir helgi.
2) Yfir fannhvíta jörð, með sama Pálma eða jafnvel í útgáfunni hans Undra-Stevie, hvort sem er, algjör eðall.
3) A spaceman came travelling með Palla og alls ekki með Chris DeBurgh, *hrollur*. Þetta er bara eitt af einhverjum þeirra fjölmörgu af disknum hans og Moniku, sem koma til greina.
4) Friður friður frelsarans með Rúnnsla Júl. Sömuleiðis eitt af nokkrum sem koma til greina af jólaplötuNNI, kertaplatan Gleðileg jól sem var til á öllum betri heimilum. Þetta lag er þarna upp á bernskuna. Í den hefði ég samt valið Jólasveinninn minn eða Snæfinnur snjókall 🙂
5) Happy new year með ABBA sem er auðvitað ekki „jóla“lag en er um sömu mundir lag. Æskuthing – fæ bara gæsahúð og tár.
6) Do they know it’s Christmas með Band-Aid. Algjörlega ómissandi, hver gæðasöngvarinn á fætur öðrum og að sama skapi nýja útgáfan vond!
7) Thank god it’s Christmas með Queen er aðallega með til heiðurs Óla bróður. Samt svo gott.
8) Og hér koma hátíðarlögin; Betlehemstjarnan – annað hvort með Palla eða Kristjáni óvinsæla (svona meiri kraftur í hans.)
9) Ó, helga nótt í flutningi Óskars Péturssonar ef ég mætti ráða (fastur liður í kirkjunni til margra ára), en þar sem það er ekki til á diski fæ ég bara Diddú í staðinn. Að minnsta kosti enga af nýmóðins útsetningunum, með einhverjum synt trommum í bakgrunni.
10) Og síðast en eiginlega fyrst, hjá mér eru engin jól án þessa lags, sem kallast fullu nafni Aðfangadagur jóla 1912 – en þekkist frekar sem Gleð þig særða sál og þetta í flutningi Söngsveitarinnar Fílharmóníu. Stelst alltaf í þetta áður en jólin koma. (Ég hefði jafnvel líka viljað hafa Slá þú hjartans hörpu strengi, sem er á sama disk, en það er nú ekki bara jólalag.
Og eins og gefur að skilja varð fleira undan að láta. Líklega varð mér sárast um Last Christmas, en það féll út vegna netts óverdóss 🙂