Kremað…

…yfir Robbie Williams á Knebworth. Úff, úff, úff! Maðurinn er SEX GOD.

Stórfurðuleg áramót. Þau fyrstu sem við skötuhjúin eyðum ein (eða þrjú – strumpan er jú inni í herbergi að sofa) og það í þvílíkum rólegheitum, bara búið að stúta einni freyðivínsflösku. Vorum að vísu í góðu yfirlæti hjá ÖdduÖmmu og GylfaAfa, en komum heim og sendum fröken að sofa um leið og skaupið byrjaði (sem var svona lælæ í meðallagi – svona eins og gamla brúðkaupsvísan something old, something new, something borrowed, something blue).

Engin áramótaheit (engin í opinbera geiranum að minnsta kosti), enginn langur pistill þar sem ég lít yfir farinn veg. Þetta hefur bara verið skrýtið ár, erfitt á köflum en með bjart og gott útlit um áramót.

Gleðilegt ár, allir kæru lesendur, og takk fyrir allt gamalt og gott.