Myndataka

Við tókum loks af skarið og fórum með Strumpuna í myndatöku í dag. Notuðum tækifærið og smelltum myndum af hele familien, sundur og saman. Þetta fór allt saman vel fram og myndirnar sem við fengum að sjá á eftir lofa góðu. Við fáum disk eftir helgina til að velja úr og ef að líkum lætur verður voða erfitt að velja. Við fórum á Dagsljós, enda hef ég séð fínar myndir af ómyndanlegu fólki sem hann Finnbogi hefur tekið.

Annars var jógað í gær ósköp ljúft. Fyndið hvað maður gleymir ótrúlega litlu af sumu, eins og til dæmis þessum jógastöðum, á meðan maður man aðra hluti í svona hálfa mínútu.

Fórum svo að skipta Nýdönskueintökunum öllum. Eigum núna Season 3 og 4 af Allo allo og uppeldishandbókina „Hvað mikið er nóg“ – í þeirri von að Strumpan endi ekki algjör dekurdrottning:)