Ég er rómantísk…

…en ég er ekki alveg að kaupa rómantíkina í matseðli Hótels Holts. Hér er ég að vitna í bloggið hjá krúttlega gæjanum. Það er komin af stað merkileg umræða um tengsl matar, lystar og rómantíkur við heiti á réttum. Og mér finnst það svo ótrúlegur uppskafningsháttur að kalla rétti með einhverjum nöfnum sem venjulegur pöpull eins og ég get ómögulega skilið.

Annars bar það til tíðinda að ég fór í leikfimi í dag eftir rétt mánaðarhlé. Og það er skemmst frá því að segja að ég var við dauðans dyr í tímanum, lá við að ég væri farin að hósta blóði. Mikið ferlega er maður snöggur að detta úr formi. Ég ætla að fara í jóga á morgun til að byrja á byrjunarreit.