Mummi kom með þá undarlegu hugmynd um daginn að fara að læra á gítar. Af einhverjum undarlegum ástæðum – til að vera miðpunkturinn í partýum – maðurinn sem fer sjaldan í partý og sækist lítið eftir athygli. Ég tók illa í það og sagði honum að það væri miklu flottara að læra á bassa, það væri bæði meira kúl og svo væri bassinn svo kynæsandi hljóðfæri. Það er alveg einlæg skoðun mín og eftir því sem ég hugsa málið lengur og vandlegar dettur mér ekkert hljóðfæri í hug sem er meira kynæsandi.
Ég bar málið undir Helga mág minn – sem er jú tónlistarmaður – og hann sagði að sér fyndist fiðla vera mest kynæsandi. Mjög undarlegt val en hann fékk nota bene engan umhugsunartíma.
Svo eru bassaleikarar oft kynæsandi líka – hvort það helst í hendur veit ég ekki. Sjáiði bara Þröst í Mínus 🙂 eða Björn Jr.