Mislukkað tónlistaruppeldi – næstum

Ég var að keyra með Strumpu í gær – hafði mér til ánægju og yndisauka sett nýja Nýdanska diskinn minn í bílinn (sem er btw alveg óheyrilega góður, það sem ég syng af gleði með) en hún hafði beðið um Fiskinn minn. Ég er náttúrulega að reyna að koma upp góðum tónlistarsmekk hjá henni og neitaði staðfastlega. En sú stutta hefur ráð undir rifi hverju. Þegar ég kom heim, heyri ég aftur úr bíl að þar er sungið hjartanlega „Róbert bangsi halló“ (nýja uppáhaldslagið). Það er ekki verið að láta troða í sig einhverju óhroða 🙂

Að vísu, svo það fylgi sögunni, vorum við að hlusta á Flugvélar í morgun og þá pantaði hún meira þegar ég drap á bílnum. Þannig að þetta er ekki alveg töpuð barátta.

PS Og fyrir þá sem munu ætla sér að horfa á tónleikana með Nýdönsk – ég sést í atriði 37, á cirka 10 sekúndu 🙂 Mjög langt til hægri á skjánum, í rauðbrúnum bol, við hliðina á Teiti tannlækni. Og oftar, en ég man ekki hvar það er …