Kynæsandi kaup

Jæja, það mætti halda að annað hvort sé ég með kynlíf á heilanum (ok, ég játa að það gerist stundum) eða upptekin af því að stækka lesendahópinn með æsifréttafyrirsögnum! En að þessu sinni eru tengsl á milli titils og innihalds því þannig er að ég lét verða af því í dag að kaupa tvo geisladiska (eða þrjá, annar var svona tveiríeinu). Það var annars vegar kyntröllið Robbie Williams – best of (en svei mér ef maðurinn er ekki enn betri læv), og hins vegar Rearviewmirror með kynæsandi röddinni frá Eddie Vedder. ÚHhhh.

Fyrir óglögga Birtu-lesendur vek ég svo athygli á því að það er engu líkara en Erla í Dúkkulísunum lesi bloggið mitt eða að innlegg mitt um sexý bassa hafi vakið stórfelldar umræður í samfélaginu (sem hafa þá að vísu ekki skilað sér í VMA).