Barn á leiðinni 2006?

Mummi er að gæla við Kýpurferð í sumar, eftir að hafa unnið í ferðalóttóinu í RT. Það eina sem stoppar hann er hræðslan við það, sem að hans mati fylgir óhjákvæmilega með. Síðast þegar hann stakk mig af til sólarlanda, fékk hann þær fréttir fljótlega eftir heimkomu að ég væri ólétt.

Þegar hann lýsti þessum áhyggjum hélt ég að hann væri að meina að ég yrði ólétt í fjarveru hans og lofaði að það yrði ekki. (Sá fram á að verða ellegar sett í skírlífsbelti.)

Er einhver með góða hugmynd hvað ég get gert skemmtilegt á meðan (byrjun júlí)?