Krimmafundur

Fyrsti krimmafundur nýs árs var í gær. Fyrir lá að klára umfjöllun um Kleifarvatn eftir að sumir höfðu ekki náð að klára hana síðast. Að auki átti að taka fyrir Flateyjargátu. Við komumst aldrei svo langt, ræddum bara Arnald í bak og fyrir. Enn og aftur var ég eins og asni, ég er líklegast eina manneskjan þarna sem hef ekki lesið allar bækurnar hans og það er óspart vitnað í hinar. Nú verð ég bara að fara í Arnaldar-átak.
Flateyjargáta bíður næsta fundar, ég hugsa að ég verði að lesa hana aftur til að vera almennilega viðræðuhæf, ég fann að ég var svolítið ryðguð í Kleifarvatni.

Annars kláraði ég afskaplega undarlega bók í gær, Gæludýrin eftir Braga Ólafsson. Ég hef varla lesið bók sem endar furðulegar og ég var eiginlega hálf móðguð. En hún var samt góð, svona þangað til ég móðgaðist.