Það er komin upp alveg óhugnarlega fyndin umræða hér í vinnunni. Þannig er að einum vinnufélaga mínum finnst Bee Gees svo ægilega fín hljómsveit og allt um það, þeir eiga svo sem lög inni á milli. En af einhverri ástæðu fór hann að bera þá saman við ABBA og spurði si svona, ef ABBA og Bee Gees væru einu sveitirnar eftir í heiminum og þú ættir að velja aðra til að hlusta á til dauðadags, hvora myndir þú velja? Það er skemmst frá að segja að staðan er svona 15 – 1 fyrir ABBA – og Ghasoub nær ekki upp í nefið á sér, hvað allir eru samtaka í vitleysunni.
Í framhaldi af þessu fór ég að spá í, hvaða hljómsveitir ég myndi velja ef ég ætti að velja, segjum bara fimm, til að hlusta á til dauðadags, og ég held að ABBA færi inn á þann lista. So far er ég komin með svona fjórar sveitir og eina mjög líklega inn. Þetta þarf náttúrulega vandlega umhugsun, enda alvörumál.