Þá er tveggja ára afmælisundirbúningurinn að fara á fullt. Bakstur hófst formlega í gærkvöld. Þó má segja að undirbúningurinn hjá afmælisbarninu hafi staðið lengur því það standa yfir æfingar á afmælissöngnum, svo maður verði nú örugglega búinn að ná honum þegar að kemur.
Annars fór Strumpan á kostum þegar Árný var hjá okkur í gær. Leiddi hana um allt hús til að sýna henni nú örugglega allt, dró fram myndir og allt hvað það heitir, maður kann nú aldeilis að vera gestgjafi. Og nýjasti kurteisissiðurinn er að afsaka sig þegar maður ropar. Ég þakkaði dagmömmunni gott starf við uppeldið en hún kannaðist ekki við að hafa haldið þessu að henni svo þetta hefur fröken pikkað upp sjálf.
Stefnir í áframhaldandi heavy baksturskvöld, jamm það eiga sko að verða kökur eins og maður getur í sig látið. Verst að ég þarf svo að fara suður á mánudagsmorgun og yfirgef þess vegna afgangana 🙁