Menningarpistill

Nú er ég orðin ein af genginu sem berst við að vera inn og hlusta á rétta tónlist. Fór á tónleika í gærkvöld með Mugison og fjölskyldu og sat þar innan um lopapeysuklíkuna og var væntanlega ein af aldursforsetunum. En mikið ljómandi var hann skemmtilegur. Ekki það að mér finnst alltaf frekar undarlegt að fara á tónleika þar sem ég þekki nánast ekkert af því sem er spilað, eins og tilfellið var þarna. Mugison bætti það bara upp með frábærri sviðsframkomu, mikið krútt.

Af leikskólamálum er það eitt að frétta að allt gengur vel. Strumpan vill ekki sjá það að fara heim á daginn og er kát á morgnana. Ég veit ekkert hvernig gengur með slagsmálahundinn en fæ reglulega fréttir af því að „krakkarnir“ hafi verið að slást.
Annars náði hún að slasa sig ógurlega í gær, hrundi á sjónvarpsskápinn hjá ömmu sinni og það sprakk svolítið fyrir á augnlokinu og blæddi úr nefinu. Þetta var voðalegt sjokk og annað sjokk þegar hún leit í spegil og sá meiðslin. Og hún var enn frekar aum yfir ósköpunum í morgun.