Skammir heimafyrir

Það virðist ekki nokkur maður sakna mín úr bloggheimum nema sá sem síst skyldi. Eða menn vita að það þýðir ekkert að kvarta. Ég er búin að fá nokkrar læf kvartanir hér heima yfir letinni en þetta á sér allt næstum eðliegar skýringar. Eins og hefur marg oft komið fram áður, þá blogga ég nánast aldrei heima og þar sem ég hef verið bundin við heimilið síðustu daga, þá gerist ekkert. Strumpan er sumsé búin að vera veik síðan á sunnudag, endalaus hiti. Að öðru leyti amar ekkert að henni, hún er nógu hress til að rusla til allt heimilið, príla upp um allt og út um allt og vilja ekki fá sér seinnipartslúr. Ég er farin að sjá að ákvörðun mín um að setja hana strax á leikskóla var hárrétt, við erum báðar að verða ansi þreyttar á þessum sólarhrings-samvistum. Að auki er betra að byrja pestarvesenið strax á meðan ég er þó í fríi og þarf ekki að missa úr vinnu.
Ég er já komin opinberlega í sumarfrí (var víst ekkert búin að montast yfir því) en verð að skjóta því að, að ég ætla actually að nýta það í annað en að liggja í leti og þrífa heimilið þess á milli (eins og ég hef gert so far) því nú á að reyna fyrir sér í námsefnisgerð. Svo ef þið hafið einhverjar góðar hugmyndir um skemmtilegar stílasetningar – bring them on!
Af kisubörnunum er það að frétta að þau eru orðin útigangsbörn og í framhaldi af því dreif Prins Valíant sig í að fá sér göt í eyrun, með hjálp kærs nágranna. Kisurnar eru alsælar en skítugar. Ekki er á allt kosið.