Gæðamynd í myndbandstækinu

Við tókum vídeó á laugardagskvöld, eftir langt hlé (enda taldi ég tvær myndir á topp 20 listanum sem ég hafði séð). Það var hin góða mynd Sideways, sem ýmsir voru búnir að mæla með. Nema hvað, hún reyndist svona ljómandi góð líka. Eini gallinn var að hafa ekki gott Pinot við höndina, við reyndum að bæta það upp með Chianti – not the same. Ótrúlega sympatísk aðalpersóna og ótrúlega ógeðfelldur vinur hans. Úff, brosið sendi hroll niður bakið á mér. Oft.
Annars er ógurleg krísa í gangi. Á ég að fara í tvær eða þrjár utanlandsferðir í haust? Það eru tvær komnar á koppinn og þriðja í boði, með vinnunni hans Mumma til Varsjár. Það er erfitt að lifa.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *