Bölv bölv

Fór í gærkvöld og sá Nýdönsk spila á Torginu. Þeir voru æðislegir eins og vant er, Björn Jr skartaði meira að segja nýrri hárgreiðslu síðan síðast, svona ekki ósvipað pimp hárinu hans Guðmars hér um árið – jæja, kannski öllu skárra. En mig verkjaði maður, mikið langaði mig ógeðslega á ball. Ég hefði nánast þegið hvern sem er sem samferðarmann.
Þetta er það eina sem hefur hafst upp úr þessari andstyggðarhátíð, ekki það að við höfum svo sem forðast hana eftir megni. Fórum í allsherjar gönguferð í gær um bæinn í þvílíku veðri að ég brann á hálsinum. Í dag fórum við svo í heimsókn í Skóginn til Árnýjar og Hjörvars, líka í ágætu veðri, sérstaklega framan af. Og þriggja ára afmæli á morgun að öllum líkindum.