Leikhúsferðin í gær var hin skemmtilegasta. Mikið hlegið og skemmtilegur leikur hjá þeim flestum þarna, að öðrum ólöstuðum stóðu tvö upp úr – hann Guðjón sem lék aðalhlutverkið og svo einhver stelpa sem ég kann engin deili á, lék þjónustustúlku. Vísa í Moggann á laugardaginn til frekari glöggvunar. Fullkomið brúðkaup verður seint talið mikið menningarstykki en mikið assgoti er gaman að fara í leikhús til að skemmta sér og skilja menningargleraugun sín eftir heima.
Mig vantar að vísu álit frá frænda litla sem var líka í leikhúsi í gær. Hann sá nefnilega Belgíska Kongó um daginn og fannst það ekkert skemmtilegt (þrátt fyrir að hafa hlegið heilmikið).