Alein heima (með barni)

Ákvað að blogga um ekki neitt og reyna að afsanna gamlar reglur um að ég bloggi bara í vinnunni. Sémsjagt ekkert að frétta. Strumpa „lasin“, rauk allt í einu upp í hita í fyrrakvöld en er að ná sér aftur og komin í hinar klassísku tvær-þrjár kommur síðustu vikna. Ég ligg í leti og les (meðal annars ljómandi Kaupmannahafnarbók – jújú, ég er líka að fara til Kjöpen eftir rúman mánuð!!) og svolítið á dönsku þess á milli. Mikil upphitun í gangi.
Leikfimi í gær, „Ólatími“ sem jafngildir masókisma að sækja en það gekk furðu vel. Það sem meira er, ég fór í klukkutíma gönguferð þar á eftir – OG át ekkert nammi í gærkvöld!