Æskulygar afhjúpaðar

Þið kannist við allt bullið sem er troðið í mann í æsku í krafti þess að maður veit ekki betur? Kannski til að stappa í mann stálinu eða hver sem tilgangurinn nú er.
Ég er fyrir löngu búin að átta mig á að unglingabólur er ekki eitthvað sem hverfur við tvítugt – sit sennilega uppi með þær alla ævi (án þess að ég ætli að gera langar tilraunir til að breyta algjörlega um mataræði til að athuga hvort að það bjargi öllu – frekar lifi ég með bólunum).
Öllu verra er, að í gær var ég rifin niður úr skýjakljúfunum með það að einhvern daginn ætti ég eftir að fá arnarsjón – þegar ellifjærsýnin kæmi, þá viki ungdómsnærsýnin. En nei! Líklega mun ég bara þurfa að bíta í það súra að þurfa að nota tvískipt gleraugu. AAARGHHH!