Stofubylting

Helgin var yfirfull af gjörningum, krefst eiginlega tveggja pósta. Brjálæðið hófst á föstudagskvöld þegar við ákváðum að umbylta stofunni, enda með eindæmum þröngt í sjónvarpshorninu og býsna rúmt um litla borðstofuborðið. Vorum að til tvö og stefnir í að einhver húsgögn flytji í nytjagáminn uppi á Gámasvæði (vill einhver eiga fjögurra ára gamlan, grænan Lazy-Boy, sem annars verður munaðarlaus?) Enn er allt á haus, leiðinlegur fylgifiskur breytinga, en það stendur allt til bóta.
Laugardagsseinnipartur og -kvöld er löng og mikil saga og þar sem ég er að fara að kenna bíður það betri tíma.
Ég lofaði hins vegar að auglýsa myndasafnið fyrir áhugasama – myndir úr einkasafni fjölskyldunnar. Verið í sambandi – til dæmis í vinnupóstinn minn – ef þið viljið aðgangsorð.