Allt í rólegheitum

Dagskráin undanfarna daga hefur verið eftirfarandi; á fimmtudagskvöld spilaði ég brús með gömlu samstarfsfólki úr Síðuskóla, árviss viðburður um þrettándaleytið. Mikið gaman að því. Á föstudagskvöld fór ég í idol-partý til tengdamömmu, nema hvað tengdamamma var ekki heima svo ég var alein í partýi. Á laugardag fór ég í 85 ára afmælisveislu hjá ömmu, hitti marga ættingja sem ég hef ekki séð óralengi. Í gær fórum við í Vín og fengum okkur ís að hætti hússins og svo gáfum við tengdamömmu svínahrygginn (friðþægingin sem við fengum fyrir að bíða á Kastrup) og buðum okkkur í mat þangað. Gærkvöldið var hins vegar alveg yndislegt – júhú, Krøniken er byrjað aftur á DR1 og ég sá fyrsta þáttinn. Eina sem skyggði á gleði mína var selskapsleysið, það er miklu skemmtilegra að horfa á þessa góðu þætti í selskap.