Ný græja í hús

Enn á ný staðfestist að maður á ekki að versla við Siemens-búðina. Erum búin að vera þar til að skoða magnara (í ljósi þess að dvd spilarinn breyttist í vinyl-plötuspilara) og sáum í leiðinni alveg forláta kaffimaskínu sem við urðum skotin í. Gældum við að kaupa hana, skoðuðum um hana á netinu og svona og sáum að þetta átti að vera álitleg græja. Nema hvað, á laugardag álpuðumst við inn á Hagkaups-markaðinn og sáum eins kaffigræju en það munaði 10 þúsund í verði. Í gleði okkar keyptum við maskínuna og nú er hellt grimmt upp á. Þvílíkt jumm. Kaffi í morgunsárið, kaffi eftir kvöldmatinn, kvöldkaffi… Þetta endar að vísu í magasári en gott á meðan maður nýtur.