Það bar til tíðinda

að við hjónin fórum í bíó í gær (ekki það að ég fór vissulega á Bamba 2 í febrúar en tel það varla með). Þegar maður fer svona sjaldan er eins gott að vanda valið. Sem var og gert. Við erum búin að bíða eftir Brokeback Mountain síðan hún var frumsýnd og þeir álpuðust fyrst með hana norður núna í síðustu viku. Nema hvað, hún olli ekki vonbrigðum, þannig að þið sem farið spart í bíó, pælið í þessari. Hún vekur mann heldur betur til umhugsunar um misskiptingu gæða, og svo er hún bara svo ekta falleg ástarsaga. Mannleg, sönn, þörf.
Óvæntur bónus að þessu sinni var að það er búið að taka B sal í Borgarbíó í gegn (fyrir nokkru var það víst). Þetta er allt annað líf.