Ef þið eigið leið norður á næstunni…

…þá mæli ég svo svakalega með Litlu hryllingsbúðinni. Tvímælalaust toppstykki vetrarins. Andrea Gylfa rúllar sýningunni algjörlega upp og söngurinn reyndar yfirleitt alveg magnaður. Smá twist í lokin setti svo punktinn yfir i-ið. Do go if pussibul. Ég hafði langan og mikinn fyrirvara sjálf, búin að sjá bíómyndina svona 119 sinnum, að vísu oftast í brotum, en Óli bróðir horfði sem sagt öðru hverju á hana (þú ættir að fara geitin þín!) og finnst stykkið bara frekar leiðinlegt svona per se. En þetta var svo magnað gert.

Ekki það að auðvitað ættuð þið að safna og fara líka á Kardemommubæinn – mæli líka með honum.