Mánaðarskipt færslusafn fyrir: apríl 2006

Speki í öðru veldi

Here are the results of the Hafdísian jury!

Mónakó: Strax frá fyrsta tón leist mér afleitlega á lagið og ekkert gerðist til að lyfta á mér brúnunum. Vontvontvont. Mónakó er ekki á feitum hesti í ár. 0 stig.

Makedónía: Neeeeiii – ekki aftur. Ég hef heyrt þetta of oft (kannski endurtekning á Helenu – fyrirbærinu síðan í fyrra, hef ekki jafnað mig enn…) 0 stig.

Pólland: Eitthvað Harðar G. Ólafs fyrirbæri. Strákur og stelpa knúsast og inn stekkur rappari. Nýtur hins vegar samanburðarins við fyrstu lögin. 2 stig.

Rússland: Fúl yfir titlinum. Hann eiga Rollo og King. Og einhver elskulegur má færa Rússum fréttirnar af því að mullet sé búið og muni aldreiiii koma aftur. Það skársta so far. 3 stig.

Tyrkland: Hiiiilfe. Hvað skrækir eru þetta? Því miður munur símaglöðu Tyrkirnir koma sínu fólki áfram. En ég skildi ekki einu sinni hvort hún skrækti á ensku eða tyrknesku… 0 stig (halló Mads???? 5 stig???)

Úkraína: Ofvirknikast dauðans. Ekki að gera sig. Líkist að vísu Ásdísi mágkonu. Fær 1 stig fyrir það.

Finnland: Hallelúja! 5 stig þrátt fyrir að lagið sé bara lælæ. Þetta er cool.

Holland: Vissulega mikil gleði en heillar mig ekki alveg. 3 stig.

Niðurstaða; Finnland, Holland, Rússland, Pólland, Úkraína, Mónakó, Makedónía, Tyrkland (og dómnefndin; Finnland, Rússland, Holland, Makedónia (!!), Tyrkland, Úkraína, Mónakó, Pólland.

Afmælisbarn dagsins

… er Kittý mágkona – stórt afmæli á ferð, heilir 35!
Hef ekki fengið boð í kökuveislu. Kannski á ég að vera glöð, einni freistingunni minna. Veitir ekki af þar sem í vinnunni eru kökur og nammi til skiptis upp á hvern dag. Kom reyndar sæmilega út úr mælingu þriðjudagsins. Einu kílói léttari en þriðjudeginum áður – reyndar var það sérstök bumbumæling eftir Páskana og þar af leiðandi minni árangur. Svo var ég reyndar orðin þyngri aftur í gær. Ekki skrýtið að maður bilist.
Anyways, til hamingju Kittý!

Hmm?

Your Birthdate: August 31

You’re a pretty traditional person. If it’s lasted, it’s probably good.
You seek stability – both in your career and your romantic relationship.
In return, you’re very loyal and predictable. Which is usually a good thing.
Without a partner, you feel lost. Being with someone is very important to you.

Your strength: Your dependability

Your weakness: You hate being alone

Your power color: Midnight blue

Your power symbol: Shell

Your power month: April

Fréttablogg

Ég er á leið í viðtal í MA á þriðjudag. Ef ég klúðra málunum ekkert rosalega í því þá er ég að kveðja VMA í maí og fara á nýjan stað næsta vetur. Fékk blað til að undirbúa mig! Er í tryllingskasti yfir því reyndar.

„Hvaða fimm þættir eru mikilvægastir að þínu mati við kennarastarfið og hvernig ætlar þú að framfylgja þeim?“

Uhhhh?

Það sem allir hafa beðið eftir, amk ég

Ég hef ákveðið að taka þátt í Eurovision umræðunni sem alltaf fer af stað í bloggheimum um þetta leyti árs og set þess vegna niður nokkur korn um lögin. Ekki hægt annað en að gleðjast enn á ný yfir norrænu spekúlöntunum. Þessi þáttur er bara alveg indæll, allt það sem ég elska við norðurlandasamvinnuna. Sakna gömlu andlitanna en þó koma þau nýju sterk inn. Sérstaklega hann Mads minn, sem ég sá kynna forkeppnina í Danmörku. Hann er indæll eins og bara Danir geta verið. Nanne var svoldið hýper og skræk og ansi hreint örlát með stigin (svona eins og Mads reyndar). Eiríkur stendur alltaf fyrir sínu og ég get varla hugsað mér annan fulltrúa okkar, nema þá Pál Óskar ef hann kynni eitthvert Norðurlandatungumálið! Jostein er indæll svona söt-norsk en sá ók um öll tún í stigagjöfinni. Hallóó!! Og Thomas elskar maður bara af því að hann er aðalgæinn.

Næsta vers

En þá er það spekin og stigagjöfin.

Armenía: Eitthvað bland í poka þar sem bæði mátti greina Rúslönu og líka tyggjópopp, ekki alslæmt, jafnvel grípandi á köflum. Enskan hrein hörmung. 2 stig.

Búlgaría: Hmm. Dramalag, býsna grípandi en vantaði einhvern endanlega sjarma. 2 stig.

Slóvenía: Halló sænska sveifla. Ég fékk bara ABBA fíling frá fyrstu töktum og það er alltaf gleðilegt. Millikaflinn dró samt lagið of niður. Besta lag kvöldsins samt. 4 stig.

Andorra: Meiri kúll yfir þessu en Búlgaríu. Ég skildi alveg hvað hún söng um og gat getið tekið undir í gleði minni… Sensa Túúuuú! Plús fyrir búttheitin en mínus fyrir að reykja. Skammskammm. 3 stig.

Hvíta Rússland: Æ-nei! Eitthvað kross-between Britney og Madonnu auk einhverrar diskó-drottningar sem ég kom ekki fyrir mig. Nauðaómerkilegt. 0 stig.

Albanía: Uuuuh? Stigið er fyrir dúsk-skóna og poka-pípuna en lagið var algjör kvöl og pína. 1 stig.

Belgía: Já, dillifótartaktur strax í upphafi, gefur fyrirheit um dansfíling en svoldið innantómt og ótrúlega leim að hafa bara titillinn á frönsku. 3 stig.

Írland: Geeeiisp. Say no more. 1 stig.

Kýpur: Einmitt svona rymj – slauf og krúsídúllur sem mér leiðast. Ekki fínt og full mikið drama í textanum. Samt ekki það versta. 2 stig.

Niðurstaðan sú að Slóvenía eru efstir og síðan Andorra, Belgía, Armenía, Búlgaría, Kýpur, Írland, Albanía og Hvíta-Rússland (spekingarnir segja Belgía, Armenía, Andorra, Slóvenía, Albanía/Búlgaría, Írland, Kýpur og Hvíta-Rússland.) Við erum ekki alveg ósammála.

Síðan síðast

Ég átti aldeilis ágætt páskafrí, utan þess að Strumpan var veik stóran part. Við gerðum góða ferð til Reykjavíkur þar sem við fórum meðal annars í leikhús á Ronju ræningjadóttur (sem kostaði miklar grenjur eftirá – það er svo sorglegt að geta ekki farið strax aftur), fórum í heimsóknir, á kaffihús, lítillega í búðir (engin frammistaða svo sem þar) og spiluðum heil ósköp. Síðan fengum við selskap tilbaka, Sigrún Sacher dvaldi hjá okkur yfir Páskana – eldaði oní okkur og var hinn besti gestur á allan hátt.

Svo byrjaði vinnan aftur. Skrýtin staða hjá mér í augnablikinu. Ég sótti um í MA og veit líklegast í næstu viku hvort ég fæ starfið, þannig að mögulega er ég að kenna síðustu kennsluna mína hér.

Átak dauðans hófst á þriðjudag, eftir óhóflegt át síðustu vikna (sjá um það bil allar bloggfærslur undanfarnar vikur). Keppni hjá mér, Mumma og Hönnu (Ármann sem er stráið í hópnum er nú reyndar með líka, veit ekki að hverju hann keppir). Hönnu líst að vísu illa á tímasetninguna, bæði afmæli og það sem verra er, ferming framundan. En núna er bara aðhald (gulrætur og vatn allan daginn í vinnunni, nema þegar er boðið upp á nammi og rjómapönnsur) og svo mun verða út maí mánuð. En þá skal ég líka komast í árans gallabuxurnar aftur án þess að hafa keppi upp að brjóstum!

Suðurferð

Það stefnir allt í suðurferð á föstudag, það er ef veður verða ekki vitlaus. Miðað við spádómshæfileikana fyrir daginn í dag er kannski óþarfi að hafa áhyggjur fyrir föstudag. Hér er að minnsta kosti þvílík blíða og ég hefði getað sparað mér bölvið yfir veðurfréttum gærdagsins.

Við erum búin að festa okkur leikhúsmiða (í ljósi þess að pez-kallinn hældi sýningunni – ég hafði nefnilega efasemdir eftir að lesa gagnrýnina) og nú þarf að setja Strumpu í hraðkúrs næstu kvöld til að kannast við Ronju. Hún hafði sitt fram með aukaferð á Kardemommubæinn og fer með ömmu og langafa á sýningu á Skírdag.

Ég er til í að hitta alla sem vilja hitta mig. Hafið samband 🙂

Óvissuferðin

Þá upplýsist leyndarmálið. Ég fór með Mumma austur í Mývatnssveit, á Hótel Sel nánar tiltekið og við eyddum þar einni nótt. Fengum þriggja rétta máltíð um kvöldið og höfðum það svo náðugt – sváfum í eina 11 tíma eða svo 🙂 Það þarf ekki meira til að gleðja mann á gamals aldri. Á laugardaginn fórum við í Jarðböðin, vorum tvö ein og nutum lífsins. Héldum síðan heim á leið. Endurnærð, náttúrulega, á sál og líkama.
Ég fékk gönguskó í 10 ára gjöf. Þetta eiga víst að verða meira en fögur fyrirheit, þessi gönguplön fyrir sumarið…

Helgin að öðru leyti farið í að sinna gamla fólkinu. Afa og ömmustundir bæði laugardag og sunnudag. Fengum reyndar Kristínu og Árna í heimsókn á laugardagskvöld í fajitas alla Mummi (með heimagerðu salsa og guacamole, jömmsjömms) og spiluðum við þau eitt Catan. Þar sem þau eru byrjendur gátum við reyndar ekki tekið þau í riddara (framlenginguna sem ég gaf Mumma í 10 ára gjöf) en þetta kom þeim vonandi á bragðið. Ég var svo elskuleg að ég hélt vandlega aftur af mér í spilamennskunni, Mummi var ekki alveg eins góður gestgjafi!