Það sem allir hafa beðið eftir, amk ég

Ég hef ákveðið að taka þátt í Eurovision umræðunni sem alltaf fer af stað í bloggheimum um þetta leyti árs og set þess vegna niður nokkur korn um lögin. Ekki hægt annað en að gleðjast enn á ný yfir norrænu spekúlöntunum. Þessi þáttur er bara alveg indæll, allt það sem ég elska við norðurlandasamvinnuna. Sakna gömlu andlitanna en þó koma þau nýju sterk inn. Sérstaklega hann Mads minn, sem ég sá kynna forkeppnina í Danmörku. Hann er indæll eins og bara Danir geta verið. Nanne var svoldið hýper og skræk og ansi hreint örlát með stigin (svona eins og Mads reyndar). Eiríkur stendur alltaf fyrir sínu og ég get varla hugsað mér annan fulltrúa okkar, nema þá Pál Óskar ef hann kynni eitthvert Norðurlandatungumálið! Jostein er indæll svona söt-norsk en sá ók um öll tún í stigagjöfinni. Hallóó!! Og Thomas elskar maður bara af því að hann er aðalgæinn.