Næsta vers

En þá er það spekin og stigagjöfin.

Armenía: Eitthvað bland í poka þar sem bæði mátti greina Rúslönu og líka tyggjópopp, ekki alslæmt, jafnvel grípandi á köflum. Enskan hrein hörmung. 2 stig.

Búlgaría: Hmm. Dramalag, býsna grípandi en vantaði einhvern endanlega sjarma. 2 stig.

Slóvenía: Halló sænska sveifla. Ég fékk bara ABBA fíling frá fyrstu töktum og það er alltaf gleðilegt. Millikaflinn dró samt lagið of niður. Besta lag kvöldsins samt. 4 stig.

Andorra: Meiri kúll yfir þessu en Búlgaríu. Ég skildi alveg hvað hún söng um og gat getið tekið undir í gleði minni… Sensa Túúuuú! Plús fyrir búttheitin en mínus fyrir að reykja. Skammskammm. 3 stig.

Hvíta Rússland: Æ-nei! Eitthvað kross-between Britney og Madonnu auk einhverrar diskó-drottningar sem ég kom ekki fyrir mig. Nauðaómerkilegt. 0 stig.

Albanía: Uuuuh? Stigið er fyrir dúsk-skóna og poka-pípuna en lagið var algjör kvöl og pína. 1 stig.

Belgía: Já, dillifótartaktur strax í upphafi, gefur fyrirheit um dansfíling en svoldið innantómt og ótrúlega leim að hafa bara titillinn á frönsku. 3 stig.

Írland: Geeeiisp. Say no more. 1 stig.

Kýpur: Einmitt svona rymj – slauf og krúsídúllur sem mér leiðast. Ekki fínt og full mikið drama í textanum. Samt ekki það versta. 2 stig.

Niðurstaðan sú að Slóvenía eru efstir og síðan Andorra, Belgía, Armenía, Búlgaría, Kýpur, Írland, Albanía og Hvíta-Rússland (spekingarnir segja Belgía, Armenía, Andorra, Slóvenía, Albanía/Búlgaría, Írland, Kýpur og Hvíta-Rússland.) Við erum ekki alveg ósammála.