Fyrsti dagur í MA

Kennsluferillinn í MA hófst í dag. ÍÍK hvað ég er þreytt. Þetta var hávaðasamur hópur þessi síðasti. Það vegur reyndar upp á móti að ég átti raunverulega samræður í dag á dönsku – ekki fínni (af nemandans hálfu) en samt! Og flassbakk úr dönsku (jújú ég var að kenna í G1) ég fékk smá upplifun frá því í öðrum bekk, eina skiptið líklega sem ég stóð á þessum sama stað fyrir framan bekkinn – munnlegt verkefni um kjörbók!