Det er i live

Ég hef tiltölulega lítið setið við tölvu og þ.a.l. ekkert bloggað heldur. Enda er nóg að gera. Hef lokið störfum við VMA – svona að nafninu til – það bíður að vísu óhugnarlegur stafli á vinnuborðinu 🙂
Vinnan í MA gengur. Próf á föstudaginn var sem ég fæ að dunda mér við næstu daga. Fæ svo að vera prófdómari í munnlegum prófum á miðvikudag. Það verður skondið.

Vorum í foreldraviðtali vegna Strumpu á mánudaginn var. Það var allt í besta lagi. Könnuðumst svo sem við ýmsar lýsingar en í heildina afar jákvætt og ekkert hægt annað en að vera montinn. Ég ræddi lítillega við hana á heimleiðinni eftir viðtalið og lýsti því að henni hefði verið hælt mikið en að Anna Bára hefði samt sagt að hún væri stundum óþæg. Sú stutta skipti snarlega um umræðuefni. Þetta var henni ekki að skapi.
Hér heima er hún reyndar að reyna að stofna einveldi. Eitthvað streitist gamla settið á móti svo þetta gengur ekki alveg eins smurt og hún vildi. Mikið verður gaman í júlí að fá að díla við hana 24/7 í heilan mánuð!