eða þannig og sól í heiði skín. Hér er mestu törninni að ljúka – lauk við að gefa einkunnir um miðnættið í gærkvöld. Mikið framundan – ættarmót hjá Mumma slægt um helgina og síðan DK og Svíþjóð – júúhúuuú, ég verð í Köben eftir 5 daga! Fæ aðeins að rölta um danska grund, einn dag eða svo, síðan er haldið yfir til Svíþjóðar til að skerpa aðeins á sænskunni og kannski í leiðinni að flikka upp á bústaðinn og heilsa upp á gamla vini í HogM og Kappahl 😉
Alltaf verið að spá og spekúlera með GM ferðina í nóvember. Nú var ég að leigja íbúð undir liðið á Österbro með útsýni til Svíþjóðar, svona á góðum dögum amk. Kostar skid og ingenting, sem er náttúrulega bara gott eftir að hafa splæst slatta *hóst* í tónleikamiða.
Einræðisherrann aðeins rólegri þessa dagana. Væntanlega bara til að plotta næsta áhlaup á foreldrana. Það hlýtur eitthvað að koma. Hún er nýlega búin að uppgötva Prumpulagið, mér til mikillar mæðu, mér sást yfir að það væru mistök að leyfa henni að heyra það. Mikil lukka á bænum (einbúabænum) með þetta fína lag – enn finnst mér svoldið skondið að hlusta á hana syngja það, en það bráir væntanlega af mér fljótt.