Hetjusögur

Hefjast þá fyrst hetjusögur af hlaupum. Mælanlegur árangur hefur þegar náðst, hljóp í fjórða sinn í gær og þá sama hring og fyrsta daginn. Það er skemmst frá því að segja að ég hafði nánast allan hringinn af, skokkandi 🙂 Sennilega er þetta algjört einkamet, það er kosturinn við að hafa alltaf verið í voooondu formi, maður getur bara orðið skárri.

Hitt afrekið sem fer í grobbblogg dagsins er SÚLUGANGA! Jamm, við hjónin létum okkur ekki muna um að ganga á Súlur í dag í hvílíku blíðskaparveðri að það lá við að yrði snúið við vegna hita. En ekkert fékk á okkur, hvorki hælsæri né hitabylgja og nú hafa Súlur bæst á afrekalista ársins. Engir millitímar birtir.

Síðasta brúðkaup sumarsins á dagskrá á morgun. Fróðlegt að sjá hvernig það fer fram og hvernig ég verð til heilsunnar því ég verð jú að hlaupa í fyrramálið og kemur þá í ljós hvernig fjallgöngur og hlaup fara saman í nánu samhengi. Svona til fróðleiks þá eru það Arnar Friðriksson og Linda Aðalsteinsdóttir sem ganga í hnapphelduna.