Það taldist tvennt til tíðinda um helgina. Annars vegar tókum við videó, sem hefur ekki gerst í háa herrans, hins vegar fórum við í bíó. Á föstudagskvöld sáum við Da Vinci code, hún kom mér þægilega á óvart, sérstaklega vegna þess að ég hafði frekar litlar væntingar til Tom Hanks. En hann fór óvenjulega lítið …
Monthly Archives: október 2006
Nú vantar mig typpabúning
Fékk tilboð í einum bekknum að ef ég mætti í búningi á Hrekkjavökunni í næstu viku yrði mér boðið á Greifann. Gerði þau mistök að segja frá því þegar ég mætti á furðufatadag í Síðuskóla í typpabúningnum hans Helga og það vakti svo ómælda lukku að tilboðið einskorðaðist við að ég mætti í honum. Þeim …
Borgarferð með meiru
Ferðin í borgina reyndist ótrúlega góð og furðu lítið stressandi miðað við það sem ég hafði búist við. Réði þar líklega mestu að búðarferðir voru fáar og IKEA ekki eins yfirþyrmandi og ég átti von á. Náðum tveimur útskriftarveislum, öðrum með slíkum tertum að það varð líkamanum nánast ofviða að borða allt sem ég lagði …
Styttist í borgarferð
Fjölskyldan ætlar að smella sér í borgina um helgina. Alls kyns tilefni, bera kannski hæst tvær útskrifir úr HÍ en síðan eru það alls kyns nýlegheit sem á að berja augum. Íbúðir og börn þar helst að telja. Veit ekki hvort maður leggur í IKEA viðbjóðinn, eitthvað segir mér að það dugi ekkert minna en …
Ef ég hefði efast
… um að byrja að kenna í MA; var að koma úr söngsal, mmmm, það var ótrúlega indælt að upplifa það aftur. Lagavalið kannski eilítið breytt í sjálfum söngsalnum, gang-söngurinn var nú klassískur. Kannski hefði fjölbreyttari hópur tekið þátt í gamla daga ef „Fjöllin hafa vakað“ hefði líka verið tekið þá? Lögin öll í eldri …
Útskrifuð sem þriggja og hálfs
Jæja, Strumpan fór í síðari hluta þriggja og hálfs árs skoðunar í morgun. Hafði hitt Pétur, sinn góða vin á mánudag og hann átti varla til orð yfir hvað hún var þæg og samvinnuþýð, fannst læknaneminn sem hann hafði sleppa full ódýrt. Sú stutta var býsna samvinnuþýð í morgun, þó ekki alveg, því hún var …
Krimmakvöldið
Fyrsti formlegi hittingurinn í gær og bókin Rokkað í Vittula rædd. Mæli með henni, menn voru almennt sáttir en Mummi getur vottað að mér leist vel á hana, að minnsta kosti fékk ég reglulega þörf fyrir að lesa úr henni fyrir hann. Klúbburinn hefur margfaldast, það voru fimmtán í gær og ekki allir mættir. Hinir …
Stuttlegt af mér
Það hefur enn ekkert orðið af því að birta ferðasöguna úr MA ferðinni. Skemmst frá því að segja að ferðin var afar góð. Ég verð eiginlega að ruslast til að setja inn mynd eða tvær, það er að minnsta kosti ljóst að ég hef uppgötvað nýtt túristattraktion á Norðurlandi.+ Svooo mikið að gera að ég …