Stuttlegt af mér

Það hefur enn ekkert orðið af því að birta ferðasöguna úr MA ferðinni. Skemmst frá því að segja að ferðin var afar góð. Ég verð eiginlega að ruslast til að setja inn mynd eða tvær, það er að minnsta kosti ljóst að ég hef uppgötvað nýtt túristattraktion á Norðurlandi.+

Svooo mikið að gera að ég er varla heima hjá mér á kvöldin. Þessa vikuna er það krimmaklúbbur annað kvöld – bókin Rokkað í Vittula og skálaferð með umsjónarbekknum frá miðvikudegi til fimmtudags. Þannig að það þarf ekki að lesa reglulega þessa dagana. Ég verð áfram löt. Samt – og þetta telst til tíðinda, ég er komin með fartölvu, loksins loksins, þannig að það er aldrei að vita nema ég sjáist á msn eða sé almennt í ágætu tölvusambandi 🙂