Krimmakvöldið

Fyrsti formlegi hittingurinn í gær og bókin Rokkað í Vittula rædd. Mæli með henni, menn voru almennt sáttir en Mummi getur vottað að mér leist vel á hana, að minnsta kosti fékk ég reglulega þörf fyrir að lesa úr henni fyrir hann. Klúbburinn hefur margfaldast, það voru fimmtán í gær og ekki allir mættir. Hinir ýmsu starfsmenn Akureyrarbæjar bæst í hópinn. Kannski í það mesta, við vorum hins vegar orðin leiðinlega fá og gott að fá smá fjölbreytni í hópinn. Næst á að taka fyrir bæjarkrimmann, Tíma nornarinnar eftir Árna. Ég álpaðist til að taka að mér smá upphafsumfjöllun svo ég neyðist til að lúslesa hana. Verður fróðlegt.