Kemur bara nokkuð sterkur inn. Það mátti vel flissa að undarlegum húmornum. Útlendingar, athugið hvort þetta sé á netinu. En það er óþarfi að slá mig með gullhamri.
Annars verð ég að nefna að það var auglýst eftir ketti í leikprufu í Dagskránni í gær. Það var beðið um tvo, annars vegar svartan og hins vegar bröndóttan. Verð að viðurkenna að ákveðinn bröndóttur köttur á mínu heimili stökk upp í hugann. Ég ákvað samt að nenna ekki að verða einhver Hollywood mom. Veit reyndar ekki til hvers átti að fá kött, ég hefði amk ekki viljað hafa hann í sýningum um hverja helgi, enda engum ketti greiði gerður með því. En ég á ekki erfitt með að sjá hann slá í gegn.