Ætla endilega að ná einni færslu svona í lok árs. Hef náttúrulega bara verið löt að blogga í fríinu en það hefur hins vegar verið eins og jólafrí eiga að vera. Ég hef sofið vel og lengi, og þess á milli hef ég étið, lesið og spilað, sönn uppskrift að góðum jólum. Fékk margt góðra …
Monthly Archives: desember 2006
Góðir vinir í útlöndum
Jamm, vinur minn hann Ruben Gonsales hefur önnur jólin í röð ákveðið að senda mér jólakort og virðist ekkert hafa móðgast þótt ég sendi honum ekkert í staðinn. Eitthvað er hann samt ryðgaður, því hann stílar það á Stekkjargerði 6 en það eru víst komin 7 ár síðan ég flutti þaðan. Gott að hann hugsar …
Allt að gerast…
Jæja, ég náði að byrja jólakortaskrifin á sunnudagskvöld. Reif upp jólastemminguna eftir tómleikatilfinninguna sem greip um sig eftir að Ørnen var búinn fyrir fullt og allt. Þannig að Norðurlandakortin fóru í póst á mánudag. Ég er líka búin að skreyta lítillega í viðbót, fór nefnilega í Bakgarðinn, sem er unaðsleg búð í kjallaranum á Zíon. …
Desember á hraðleið
Desember þýtur hjá og ég er ekkert farin að koma mér að verki. Vissulega eru jólakortin klár til skrifta en ekkert farið að skrifa í þau enn, þó eiga tvö að fara til Danmerkur, og það er víst síðasti skiladagur í dag. Mér hefur bara ekki tekist að finna neinn jólaáhuga enda er desembermánuður með …
Parken
Ef þið leitið, þá finnið þið okkur, svoldið hægra megin…
Nú var gott að eiga súkkulaði
Maturinn í skólanum er alla jafna góður, oft einhverjir girnilegir grænmetisréttir, gjarnan eitthvað sem kemur ekki endilega við sögu á matmálstímum heima. En í dag varð heldur betur misbrestur á. Okkur var boðið upp á súpu, sem samanstóð af vatni, avókadó og cashew hnetum. Allt eitthvað sem er ágætt svona eitt og sér. En það …
Árshátíðarfærslan
Þá er fyrstu (eigum við ekki að vona að þær verði fleiri) kennslukonu-árshátíðinni minni lokið. Það er skemmst frá að segja að hún olli engum vonbrigðum. Fatakrísan endaði ágætlega, það er að segja, Filippa K komst utan um mig en reyndar var kjóllinn flegnari en mig minnti. Til að gæta alls velsæmis hafði ég sjal …