Lesandi

Mummi rakst á nýjustu bókina úr seríunni um hana Isabel Dalhousie (Sunday philosophy Club) á sunnudaginn og ég keypti mér hana umsvifalaust enda á ég fyrstu tvær. Þessi heitir The Right Attitude for Rain, minnir mig. Alexander McCall Smith er í miklu uppáhaldi hjá mér, við eigum alla Kvenspæjarastofuna á íslensku en ég keypti þessar á ensku af því að það var ekki byrjað að þýða þær. Maður hefur líka ansi hreint gott af því að lesa smá ensku (aðra en  Harry Potter) inni á milli íslenskunnar og dönskunnar svona til að halda sér örlítið við. Nema hvað, það er með þessar bækur eins og sumar aðrar að ég lendi í klemmu hvort ég á að lesa þær í einum rykk eða í smá bútum til að treina mér lesturinn. Ég er að ná einhverju millibili núna, les nánast á hverjum degi (eða kvöldi) og alltaf meira en ég ætla mér, svo ég fer alltaf seint að sofa, en næ samt að hemja mig að spretta ekki áfram. Þessi bók er amk ekki síðri en þær fyrri en sennilega ekki allra. Það gerist nefnilega ekki svo mikið í þeim, meira svona um spekúlasjónir. Það höfðar hins vegar ægilega til mín.

Annars gengur prófayfirferð hægt og illa. Það tók mig viku að fara yfir eina 2. bekkinn minn svo nú er ég í áhyggjukasti yfir öllum fimm 1. bekkjunum mínum. Ég er bara svo hryllilega löt á kvöldin. Horfði meira að segja á Golden Globe endursýnt á einhverri stöðinni á þriðjudag :S og hékk á netinu fram að House í gærkvöld. Mphr! Dagurinn í dag er að einhverju leyti helgaður bóndanum. Mætti seint og illa í dag til að geta borðað með honum morgunverð. En síðan verður tekið á því!

Síðan eru smá myndir hér í boði ljósmyndarans.