Ebay

Ég hef hingað til verið svona ebay-virgin (sbr. wax virgin), frekar bara shoppaðígegnumjúessa dýrum dómum. En mér varð á, verð ég að segja, að fara inn á ebay til að skoða búninga af því að Strumpan hefur lýst miklum áhuga á að eiga alls kyns prinsessu og sollubúninga og ég veit ekki hvað og hvað. Og nema hvað, úrvalið er slíkt að það er afar auðvelt að missa sig… ég óttast að enda eins og Fjölnir minn góði vinur og þurfa sérherbergi í húsinu undir allt ebay-dótið mitt! Hvernig líf átti fólk fyrir daga netsins? Maður veltir því reglulega fyrir sér.