Leiðindavika

Þessi vika, sem stefndi í óefni með vegna mikilla anna á útstáelsis-sviðinu, varð heldur betur öðru vísi en áætlað var. Á mánudag tóku feðginin upp á því, nánast á sömu mínútunni að veikjast. Mummi labbaði heim um hádegisbilið og Sóley var sótt um kaffileytið. Heilsufarið var svo lélegt að ég þurfti að vera heima á …

Söngkeppni MA

Söngkeppnin var haldin í gær og hún er orðin svo stór í sniðum að hún var haldin í KA heimilinu. Ég fór með ÖnnuPönnufrönskukennara og við vorum mættar vel tímanlega til að tryggja okkur góð sæti. Vorum með þeim fyrstu í hús og sátum á þriðja bekk og gátum fylgst vel með öllu. Það er …

Hún á ammælídag

Vöktum Strumpu upp með söng í morgun. Sjaldan hefur hún verið jafn fljót að rísa upp og vakna, sérstaklega með tilliti til þess að augun voru lengi að leggjast aftur í gær. Hún tók síðan upp pakka (í fleirtölu) frá Svíþjóð við mikla lukku. Sérstaklega held ég að henni finnist fallega hugsað að senda sér …

Rétt si sona

Heimilislífið markast þessa dagana afar mikið af væntanlegu afmæli sem haldið verður upp á næsta sunnudag. Stefnir í metfjölda þátttakenda, þrátt fyrir að Svíþjóðarslegtið sjái sér ekki fært að koma. Þau fengu annars gott boð á sunnudag og var bent á að flugvélar væru fundnar upp þegar þau færðust undan! Stúfan náði sér aftur á …

Krísa

Það er komin upp stór krísa. GM er nefnilega með tónleika aftur í sumar. Og júhú, reyndar í Helsinki á meðan ég er þar… það gerist ekki betra. Nema að ég vil auðvitað hafa Önnu Steinu með mér. Það eru hins vegar tónleikar í Stokkhólmi nokkrum dögum fyrr. Þá er AS með strumpuna í pössun …

Full mikið félagslíf

Það er ekki þverfótað fyrir félagslífi þessa dagana. Ekki nóg að maður sé búinn að fara vikulega að hlusta á fyrirlestra með tilheyrandi pössun, heldur eru föstudagskvöldin núna undirlögð. Síðast var það árshátíð hjá vinnunni hans Mumma, haldin í Gamla Lundi. Mjög gaman en frekar voru nú skötuhjúin róleg í tíðinni, komin heim um hálf …