Að lokinni afmælishátíð

Já, það er ekki laust við að fólkið á bænum sé þreytt. Ja, allir nema heimasætan, that is. Fröken sofnaði seint og síðar meir um tíu leytið og þá var gamla settið búið að geispa í klukkutíma og bóndinn (sem er reyndar lasinn) búinn að fá sér lúr. Öll erum við samt sæl eftir daginn, því hér fór allt vel fram. Við bökuðum allar uppáhalds kökurnar okkar og þær kláruðust hérumbil alveg, nú, Strumpan fékk margt góðra gjafa og var nú býsna dugleg að muna að þakka fyrir sig. Hún á enn tvo pakka til góða sem verða geymdir fram á þriðjudag, annars vegar frá Svíþjóð og hins vegar frá Gylfa afa og Öddu ömmu. Ég get ekki verið annað en sátt við viðbrögðin við ebay gjöfinni góðu. Ekki nóg með að Strumpa hafi verið orðlaus í morgun, hún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og lenti í þvílíkum valkvíða að máta. Búningar slógu nefnilega þvílíkt í gegn í afmælinu og var mikil tískusýning og frændsystkinin treg í taumi að fara heim. Þema dagsins var Mjallhvít. Ekki nóg með að maður fengi búning heldur fékk hún líka púsl, bók og mynd. Skemmtileg tilviljun.

Annars er ljómandi gott að alvöru afmælið er á þriðjudaginn. Þá er tómleikinn hjá henni ekki eins algjör eftir veisluna. Við fáum líka gesti þá og svo er Eyþór væntanlegur í gistingu þessa vikuna. Um nóg að hugsa.

Síðan verð ég að láta það fljóta með að ég fór á spilakvöld með U-30 kennurum á föstudagskvöld. Fyrir þá sem ekki átta sig á, þá stendur þetta fyrir undir 30 🙂  Ég fæ náðarsamlegast að fljóta með. Kannski ég bjóði þeim heim næst til að tryggja mig enn frekar í sessi. Ég passaði mig á að vinna ekki (þurfti að vanda mig sérstaklega…) og teiknaði og lék alltaf illa til að sýna ekki yfirburðahæfileika mína. Ég meina, ég var í LMA!

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Fara í tækjastiku