Það er sjaldan að ég finn mig knúna til að tjá mig um landsmálin en nú verð ég aðeins að leggja orð í belg. Ég beið talsvert spennt eftir að sjá hvaða meðferð tillaga prestanna fjörtíuogeitthvað fengi á prestastefnu, ekki það að ég hafi verið bjartsýn, en þetta var amk skref í rétta átt. Nema hvað, útkoman var svo slæm að það voru ekki einu sinni 40 atkvæði með tillögunni!! Merkilegt miðað við orð prestsonar nokkurs sem kom á Vantrúar-fundinn hér í MA, en hann vildi meina að það væru svona ÞRÍR prestar á öllu landinu á móti samkynhneigðum sem hafa þá heldur betur náð að sannfæra starfsbræður sína. Það er svo vitað mál að biskupnum verður ekki haggað og hann á eftir að halda kirkjunni í gíslingu á meðan hann er við völd.