Meira kaupkaup

Kaupæðið heldur áfram. Nú var ég að enda við að festa kaup á leikhúsmiðum fyrir hele familien í borgarferðinni eftir einn og hálfan mánuð. Við ætlum í Þjóðleikhúsið að sjá Skilaboðaskjóðuna. Ég var búin að segja Sóleyju að það stæði til og hún spyr reglulega hvort ég sé búin að kaupa miða. Ætli ég bíði ekki með að segja henni frá því, 43 dagar eru fullmargir fyrir niðurtalningu. Svo Reykjavíkurferðin verður allsherjar menning, fyrst Kim Larsen á laugardeginum og svo leikhús á sunnudeginum. Gamangaman.

Það sem gladdi mig nú samt enn meira er að ég keypti miða á tónleika með Nýdönsk – þeir eiga 20 ára afmæli og ætla að spila í leikhúsinu 6. nóvember. Ég var snögg að festa mér miða – á fremsta bekk, hvað annað? Það var svo gaman að sínum tíma að sitja framarlega (vorum við á 1. eða 2. bekk í Þjóðleikhúsinu???)

Búin að eyða tveimur dögum í að læra um action research, ný og endurbætt útgáfa af dönskukennaranum er í mótun 🙂 . Við erum með VMA og ME í þessu námi og fórum öll út að borða í gær. Ég kíkti síðan á Græna hattinn með Auði, Sammi í Jagúar með stórsveit að spila. Það var svona lælæ. Litli frændi Eyþór var þarna. Nú er maður orðinn gamall þegar maður er farinn að hitta hann á skemmtistöðunum. Heimapartý hér eftir. Pantaði mér Laphroaig á barnum, það var ýkt kúl. Mæli meððí.